Nú eru komnar inn fullt af myndum frá hljóðfæratónleikum okkar í Hólaneskirkju og Blönduóskirkju. Auðunn Blöndal var svo yndislegur að taka fullt af myndum og leyfa okkur að birta ásamt okkar myndum. Allir tónleikar skólans voru vel sóttir og komu nemendur á aldursbilinu frá 6 - 66 ára fram. Við erum foreldrum og aðstandendum afar þakklát fyrir að taka vel í alls konar breytingar og hringl á starfinu meðan þetta tímabil gengur yfir og við erum einnig ákaflega stolt af nemendum okkar sem skinu svo sannarlega skært. Myndirnar tala sínu máli :)
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.