Það hefur verið í fjölmörg horn að líta í jólamánuðinum. Nú er þrennum jólatónleikum lokið og má sjá fullt af myndum í myndaalbúminu okkar, Nemendur og kennarar hafa lífgað víða upp á samfélagið, Nokkur börn léku fyrir elstu borgara samfélagsins á HSN, þrír nemendur léku í afmælisveislu Ungmennafélags Hvatar, skólinn á nokkra fulltrúa úr hópi nemenda og kennara á tónleikum Jólahúna sem fara fram á morgun sunnudag, kennarar hafa leikið undir í jólasöng Höfðaskóla og munu einnig leika fyrir dansi á litlu jólum svo fátt eitt sé nefnt. Það styttist í jólafrí en síðasti kennsludagur er n.k þriðjudagur.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.