Við leitum eftir öflugum foreldrum og/eða velgjörðarfólki til að koma að stofnun Foreldra- og velunnarafélags við skólann. Slíkt félag hefur áður verið starfrækt en lognaðist útaf fyrir einhverjum árum. Félagið myndi koma að stærri viðburðum með okkur og hugmynd hvort það væri jafnvel hægt að standa fyrir 1-2 fjáröflunum á ári til styrktar hljóðfærakaupum fyrir skólann en eins og staðan er núna langar okkur að endurnýja og bæta talsvert við blásturshljóðfærasafnið okkar. Við höfum nú þegar fengið tvo foreldra til liðs við okkur og myndum vilja finna 2-3 einstaklinga í viðbót. Þið megið mjög gjarnan senda okkur línu á tonhun@tonhun.is ef þetta er eitthvað sem ykkur hugnast að aðstoða okkur við.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.