Það er alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar nemendum okkar í tónlistarskólanum vegnar vel en sunnudaginn 9. maí munu þrjár stúlkur keppa til úrslita í Söngvakeppni Samfés. Þær Steinunn Kristín og Sóley Sif keppa fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Undirheima og Inga Rós keppir fyrir félagsmiðstöðina Skjólið. Þeir sem vilja fylgjast með stelpunum geta kveikt á RÚV kl.15:00 á sunnudaginn en keppnin verður sýnd í beinni útsendingu frá Bíóhöllinni á Akranesi. Við óskum þeim góðs gengis!
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.