Sigurdís gefur út sitt fyrsta lag

Aðspurð segir Sigurdís að 
lagið I Get Along Without You Very Well sé búið að eiga stað í hjarta hennar í nokkur ár. Þetta er gamalt dægurlag frá árinu 1939, skrifað af Hoagy Carmichael. Textinn, sem er byggður á ljóði eftir Jane Brown Tompson fjallar um erfiðleikana við að komast yfir ástarsorg. Sögupersónan reynir að sannfæra sjálfan sig um að hún sé búin að jafna sig, en það er augljóst að svo er ekki. Minningar flæða fram og einmanaleikinn og hjartasorgin umlykur allt. Þessar tilfinningar vildi hún endurspegla í sinni útsetningu, sem hún flytur ein á píanó og syngur.

Við óskum þessari frábæru tónlistarkonu til hamingju og hvetjum ykkur til að fylgjast með henni en á þessum hlekk má nálgast slóð á streymisveitur hennar: https://sigurdis.lnk.to/IGetAlongWithoutYouVeryWell