Niðurstöður hafa verið birtar úr könnun landshlutasamtaka sveitarfélaga á búsetuskilyrðum og hamingju landsmanna. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá 10.253 þátttakendum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun um þessi efni nær til allra svæða landsins og er markmiðið að hún verði eftirleiðis gerð á 2-3 ára fresti og geti verið sveitarfélögum og stjórnvöldum mikilvægt tæki í búsetu- og byggðaþróun.
Í niðurstöðu könnunarinnar má sjá stöðu Tónlistarskóla A.-Húnavatnssýslu í samanburði við aðra landshluta og má sjá að skólinn er í 2. sæti. Við erum ákaflega stolt af því starfi sem við vinnum og munum halda áfram að reyna að gera gott starf ennþá betra.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.