Nú höfum við loksins afhent allar viðurkenningar fyrir æfingaáskorun í janúar. Mjög margir nemendur tóku þátt og skiluðu inn blaði með yfirliti um hversu mikið viðkomandi æfði sig. Þegar vinningshafar voru valdir var horft til hversu oft og lengi nemendur æfðu sig með tilliti til aldurs. Þá var einnig horft til þess hvort nemendur hefðu æft sig þannig að framfarir væri greinilegar. Óskum við þessum dugnaðarforkum innilega til hamingju með frábæran árangur, en viljum einnig hrósa hinum sem tóku þátt. Nú er febrúar senn á enda og verður spennandi að sjá hverjir hafa staðið sig best í þeirri áskorun.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.