Í dag gaf hljómsveitin Skandall út sitt fyrsta lag Án þín á Spotify. Þrjár af meðlimum sveitarinnar stunduðu nám við Tónlistarskóla A.-Hún og ættu að vera Húnvetningum flestum kunnugar. Hljómsveitina skipa þær Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Skagabyggð, Blönduósingurinn Inga Rós Suska, Skagstrendingurinn Sóley Sif Jónsdóttir, Ólafsfirðingurinn Kolfinna Ósk Andradóttir og Siglfirðingurinn Margrét Sigurðardóttir. Hljómsveitin vann nýlega Viðarstaukinn, tónlistarkeppni MA, og hafa komið víða fram, má nefna Fiskidaginn mikla, Húnavöku, Hetjur hafsins og Ráðhústorgið á Akureyri. Von er á öðru lagi fljótlega og verður því gaman að fylgjast með þessum kraftmiklu stelpum.
Húnabraut 26 | 540 Blönduós Sími á skrifstofu: 452 4180 Netfang: tonhun@tonhun.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonhun@tonhun.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonhun@tunhun.is eða til viðkomandi kennara.