Jólastjarnan er söngkeppni fyrir unga snillinga og fer nú fram tólfta árið í röð. Sigurvegarinn kemur fram í Laugardagshöllinni á stórtónleikum Björgvins Halldórssonar. Dómnefnd hefur nú valið úr fjölda myndbanda sem bárust í keppnina og að þessu sinni er Sigrún Erla Snorradóttir söngnemandi skólans ein af þeim tíu sem munu keppa til úrslita en gaman er að segja frá því að hún sendi myndband af vortónleikaatriði sínu í keppnina. RÚV gerir sérstaka þáttaröð um ferlið og verða þættirnir sýndir í sjónvarpinu. Það verður því einstaklega skemmtilegt að fylgjast með þáttunum í ár og óskum við Sigrúnu Erlu innilega til hamingju með frábæran árangur. Við þetta er gaman að bæta að Jón Benedikt Hjaltason er einnig á meðal keppenda. Það er því rík ástæða fyrir Húnvetninga að sitja límdir við skjáinn þegar þættirnir verða sýndir og fylgjast með þessum frábæru ungmennum.
Húnabraut 26 | 540 Blönduós Sími á skrifstofu: 452 4180 Netfang: tonhun@tonhun.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonhun@tonhun.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonhun@tunhun.is eða til viðkomandi kennara.