Í dag komu hjónin Silla og Hlynur færandi hendi þegar þau afhentu skólanum klarinett að gjöf. Með gjöfinni segir :
,,Við undirrituð höfum ákveðið að færa Tónlistarskólanum klarinett að gjöf til minningar um Hönnu Lísu barnabarn okkar f: 15.09.1997 d: 13.07.2015. Hanna Lísa stundaði nám við skólann og lærði m.a. á blokkflautu, píanó, gítar og seinast á klarinett. Það hljóðfæri heillaði hana mest. Um leið langar okkur að þakka skólanum og starfsmönnum hans frábært starf í þágu tónlistarmenningar í héraðinu. Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir og Hlynur Tryggvason”.
Við þökkum hjónunum kærlega fyrir fallega og höfðinglega gjöf. Minningin um yndislega stelpu og frábæran nemanda lifir í hjörtum okkar.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.