Gæða- og þjónustukönnun

Nú höfum við sent í tölvupósti gæða- og þjónustukönnun frá skólanum. Þessi könnun er liður í því að kanna hvernig við stöndum okkur og hvar eru sóknarfæri til að gera betur. Ykkur er ekki skylt að svara könnuninni en hún tekur einungis 3-4 mínútur. Okkur þætti því vænt um að þið gæfuð ykkur tíma og svöruðuð því fleiri svör gefa okkur marktækari niðurstöður til að vinna með.