Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Norðurlandi fór fram í Miðgarði í gær, sunnudaginn 14. apríl. Þrír nemendur komu fram á vegum skólans ásamt kennurum sínum, þau Kai Elías Wechner, Adam Nökkvi Ingvarsson og Þóranna Martha Pálmadóttir. Það má með sanni segja að þau hafi öll staðið sig með mikilli prýði og verið skólanum til mikils sóma. Þess má einnig geta að öll luku þau grunnprófi á dögunum. Tónleikar sem þessir eru ávallt ákaflega hátíðlegir og mikill metnaður lagður í tónlistaratriðin. Er tónleikunum ætlað að endurspegla ólík viðfangsefni tónlistarnemenda og það fjölbreytta starf sem fer fram innan tónlistarskóla. Við leyfum myndunum að tala sínu máli og óskum öllum sem að þessum tónleikum komu til hamingju með frábæran og gleðiríkan dag.
Húnabraut 26 | 540 Blönduós Sími á skrifstofu: 452 4180 Netfang: tonhun@tonhun.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonhun@tonhun.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonhun@tunhun.is eða til viðkomandi kennara.