Hugrún Lilja Pétursdóttir heldur framhaldsprófstónleika í Blönduóskirkju laugardaginn 2. desember og hefjast tónleikarnir kl.14:00. Hugrún Lilja stundaði nám við Tónlistarskóla A.-Hún og lauk þaðan grunn- og miðprófi. Hún hefur undanfarin ár numið píanóleik hjá Þórarni Stefánssyni og lýkur nú framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Flutt verða verk eftir Bach, Joplin, Haydn og Chopin og segir í tilkynningu um tónleikana að allir séu hjartanlega velkomnir.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.