Það hefur sannarlega verið líf og fjör hjá okkur undanfarna daga. Nú höfum við lokið fernum tónleikum þar sem flestir nemendur skólans hafa komið fram. Í gær fóru fram skólaslit sem að þessu sinni voru í Blönduóskirkju. Þau fóru fram í fyrra fallinu þar sem nokkrir nemendur halda af stað erlendis í skólaferðalög í næstu viku. Að þessu sinni luku alls 18 nemendur stigs- og áfangaprófum en alls 8 nemendur luku grunnprófi með glæsilegum árangri. Við leyfum myndunum að tala sínu máli, því miður tókst ekki að festa öll atriði á filmu en eins og sjá má þá fer fram ansi fjölbreytt starf hjá okkur sem við erum ákaflega stolt af.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.