Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hélt á dögunum glæsilega afmælistónleika í Blönduóskirkju í tilefni af 100 ára afmæli sínu. Tónlistarskóli A.-Hún. átti fjóra glæsilega fulltrúa sem léku með hljómsveit kvöldsins. Það voru systurnar Þóranna Martha og Hrafnhildur Elsa sem léku á þverflautu, Adam Nökkvi lék á saxófón og Natalía Rán lék á klarinett. Þá söng Helgi Páll söngnemandi okkar einnig einsöng með kórnum með glæsibrag. Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum frábæru nemendum sem voru til fyrirmyndar í alla staði. Þess má geta að stjórnandi kórsins Eyþór Franzson Wechner og undirleikari Louise Price eru bæði kennarar við skólann.
Túnbraut 1-3 | 545 Skagaströnd Sími á skrifstofu: 455 2700 Netfang: tonlistarskoli@skagastrond.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonlistarskoli@skagastrond.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonlistarskoli@skagastrond.is eða til viðkomandi kennara.