Í dag 8. nóvember eru liðin 50 ár frá stofnfundi Tónlistarfélags Austur-Húnvetninga. Mikill áhugi hafði verið í héraðinu fyrir því að koma á fót tónlistarskóla og hafði m.a. verið um það rætt á fundi sýslunefndar. Aðdragandi að stofnun tónlistarfélags var sá að stjórn SAHK (samband austur húnvetnskra kvenna) boðaði nokkra áhugasama á fund og var þar kosin nefnd er sá um stofnfund. Þar voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. Í fyrstu stjórn voru: Bergur Felixson formaður, Kristján Hjartarson ritari, Kristófer Kristjánsson gjaldkeri, Jón Tryggvason og Jónas Tryggvason meðstjórnendur. Tilgangur félagsins var að efla tónlistarstarf A.-Húnavatnssýslu. Undirtektir voru mjög góðar í héraðinu þó ekki hafi tekist að koma á fót tónlistarskóla þetta ár. Þó var fenginn píanókennari sem kenndi um 40 nemendum en auk þess kenndi hann söng í skólunum á Blönduósi og Skagaströnd. Tónlistarskólinn tók svo formlega til starfa í október 1971.
Húnabraut 26 | 540 Blönduós Sími á skrifstofu: 452 4180 Netfang: tonhun@tonhun.is |
Skrifstofa skólans er opin eftir samkomulagi. Fyrirspurnum skal beint á tonhun@tonhun.is. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda
á netfang skólans tonhun@tunhun.is eða til viðkomandi kennara.