logo

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu
Forsíða  Skólinn  Skólanámskrá  Myndir  Lúðrasveit
Tónleikar
31.10.2014

Frá Tónlistarskólanum 

Verkfall Félags tónlistarskólakennara skall á 22.október s.l. þannig að engin kennsla er í Tónlistarskólanum. Samningar standa yfir og ganga treglega.  Kennsla hefst strax og verkfall leysist og samningur hefur verið samþykktur. Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) sem er annað félag tónlistarkennara hefur þegar samþykkt skammtíma samning (gildir til júlí 2015) FT hefur ekki gengið að þeim samningi. Enginn kennari í Tónlistarskóla A-Hún er í FÍH þess vegna eru allir kennarar í verkfalli.

Það er  von mín að verkfallið leysist sem fyrst og við getum hafið störf að nýju og undirbúið jólatónleikana.

Ég vil hvetja nemendur til að æfa sig heima þótt þeir mæti ekki í tíma.

 

                                               Skarphéðinn.

    Til baka                                         

Skrifstofa skólans er opin fim. - fös.
kl. 09 - 12
Húnabraut 26  540 Blönduós  Sími: 452 4180  tonhun@centrum.is